Færsluflokkur: Menntun og skóli
16.5.2008 | 22:41
Powerpoint um Sviss og Pólland
Í íslensku á þessari önn voru mörg verkefni. Þetta verkefni var eitt af þeim. Við þurftum að velja tvö lönd og gera powerpoint um þau. Ég valdi Sviss og Pólland(eins og sést, hér fyrir ofan). Mér fannst þetta vera ágætt verkefni og ég lærði nokkuð mikið um löndin sem ég gerði um. Vonandi skoðið þið powerpointin. Njótið:D
Pólland:
Menntun og skóli | Breytt 24.5.2008 kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 08:33
Anne Frank moviemaker
Á þessari önn í ensku unnum við með Anne Frank (Önnu Frank). Við lærðum um líf hennar og hvað hún þurfti að fara í gegnum þegar hún var lifandi. Við lærðum einnig um Adolf Hitler og nasista. Við lásum dagbók Anne Frank. Þetta var sorgleg saga en hún gat verið fyndin inn á milli. Anne Frank skrifaði mjög sérstaklega miðað við nútímaunglinga. Persónuleiki hennar skín í gegnum dagbókina hennar. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og ég hafði gaman á að gera Moviemakerinn þó það tók nokkuð langan tíma.
Menntun og skóli | Breytt 17.5.2008 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 13:57
Passíusálmar
Á seinustu önn unnum við með Hallgrím Pétursson. Við bjuggum til myndband og það mátti velja annað hvort Pássíusálma, Allt eins og blómstrið eina og Heilræði Hallgríms. Ég valdi Passíusálmana. Við áttum að vinna í Moviemaker. Mér fannst þetta vera skemmtilegt verkefni.
Menntun og skóli | Breytt 27.5.2008 kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 10:42
Hallgrímur Pétursson
Þetta er mitt fyrsta blogg á blog.is og ég vonast til að allir líki við það!
A) Til að vinna verkefnið þurfti ég að fara inn á vefsíður og afla mér upplýsinga. Ég þurfti síðan að setja upplýsingarnar sem ég fann inn á glærur og tala síðan inn á sumar glærurnar.
B) Ég lærði margt við þessa vinnu og ég er orðin mjög fróð um Hallgrím Pétursson. Ég lærði t.d. hvenær hann fæddist og hvar hann starfaði.
C) Ég þurfti að komast yfir marga erfiðleika eins og t.d. sumar glærur skemmdust og ég talaði vitlaust inn á og týndi sumu raddupptökum. En ég komst yfir erfiðleikana og restin gekk eins og í sögu.
D) Það gekk reyndar mjög vel að setja glærurnar um Hallgrím inn á www.slideshare.net. Þar getur þú séð glærurnar;D
Bless í bili;*
Menntun og skóli | Breytt 24.5.2008 kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)