Powerpoint um Sviss og Pólland

Í íslensku á þessari önn voru mörg verkefni. Þetta verkefni var eitt af þeim. Við þurftum að velja tvö lönd og gera powerpoint um þau. Ég valdi Sviss og Pólland(eins og sést, hér fyrir ofan). Mér fannst þetta vera ágætt verkefni og ég lærði nokkuð mikið um löndin sem ég gerði um. Vonandi skoðið þið powerpointin. Njótið:D

 

Pólland: Sviss:

Anne Frank moviemaker

Á þessari önn í ensku unnum við með Anne Frank (Önnu Frank). Við lærðum um líf hennar og hvað hún þurfti að fara í gegnum þegar hún var lifandi. Við lærðum einnig um Adolf Hitler og nasista. Við lásum dagbók Anne Frank. Þetta var sorgleg saga en hún gat verið fyndin inn á milli. Anne Frank skrifaði mjög sérstaklega miðað við nútímaunglinga. Persónuleiki hennar skín í gegnum dagbókina hennar. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og ég hafði gaman á að gera Moviemakerinn þó það tók nokkuð langan tíma.


Passíusálmar

Á seinustu önn unnum við með Hallgrím Pétursson. Við bjuggum til myndband og það mátti velja annað hvort Pássíusálma, Allt eins og blómstrið eina og Heilræði Hallgríms. Ég valdi Passíusálmana. Við áttum að vinna í Moviemaker. Mér fannst þetta vera skemmtilegt verkefni.


Mínir tenglar

Annað bloggið;D

Núna eru komnir tenglar á síðuna. Vonandi kíkið þið á þá. Tenglarnir eru undir Mínir Tenglar sem er staðsett vinstra megin á síðunni.

1. Google: En ég ætla núna að tala aðeins um síðuna www.google.is sem ég bætti við í tenglana mína.

Síðan www.google.is er góð síða ef þú ert t.d. að leita af myndum af einhverju og ef þú ert líka að leita af upplýsingum um eitthvað sem þú þarft að vinna með.

Ég hef notað þessa síðu MJÖG oft og ég mun örugglega nota hana oft í framtíðinni. Ég mæli með þessari síðu og ég vona að þið sem lesið bloggið vita núna aðeins meira um www.google.is.

2. Námsgagnastofnun: Nú ætla ég að blogga um síðuna Námsgagnastofnun.

Námsgagnastofnun er síða með forrit í íslensku, stærðfræði, náttúrufræði og fleira. Það er mjög þægilegt að nota þessa síðu til að læra t.d. undir próf eða læra verkefni.

Ég mæli með þessari síðu því að þetta er frábær síða og ég nota hana nokkuð oft.

3. Wikipedia: Núna ætla ég aðeins að segja frá síðunni www.wikipedia.org.

Þessi síða hefur hjálpað mér alveg rosalega við að vinna verkefni. Þessi síða er lík www.google.is en samt ekki alveg eins. Hér getur þú fundið upplýsingar um eitthvað sem þú hefur áhuga á að vita.

Ég mæli líka með þessari síðu því að þetta er góð síða og hún hjálpar mikið ef þú ert að leita af upplýsingum.

Ég samt vara lesendur við. Hver sem er gæti hafa sett þessar upplýsingar inn á síðuna en það er farið yfir upplýsingarnar. Ég er bara að vara ykkur við!

4. Flickr: Nú ætla ég að segja ykkur aðeins um síðuna www.flickr.com.

Þetta er síða þar sem hægt er að leita af flottum myndum. Þessar myndir eru teknar af ljósmyndurum. Þannig að þær eru örugglega betri teknar en myndirnar sem eru inn á www.google.is.

Ég mæli með þessari síðu því hún hjálpaði mér mikið þegar ég var að leita af myndum fyrir verkefnin mín.

5. Rasmus: Þetta er frábær stærðfræði síða sem hjálpar alveg rosalega þegar maður er að læra stærðfræði. Það er hægt að taka próf á þessari síðu í t.d. almennum brotum og fleiru. Ég hvet alla til að nota þessa síðu.

6. Skólavefurinn: Þetta er góð síða með fullt af forritum sem tengjast öllum fögum. Þú getur æft þig t.d. í stærðfræði, íslensku og fyrir samræmdu prófin. Ég notaði hana þegar ég var að æfa mig undir samræmdu prófin. Ég mæli með þessari síðu því að þetta er alveg frábær síða.

Kv. Ingunn

 


Hallgrímur Pétursson

Þetta er mitt fyrsta blogg á blog.is og ég vonast til að allir líki við það!

A) Til að vinna verkefnið þurfti ég að fara inn á vefsíður og afla mér upplýsinga. Ég þurfti síðan að setja upplýsingarnar sem ég fann inn á glærur og tala síðan inn á sumar glærurnar.

B) Ég lærði margt við þessa vinnu og ég er orðin mjög fróð um Hallgrím Pétursson. Ég lærði t.d. hvenær hann fæddist og hvar hann starfaði.

C) Ég þurfti að komast yfir marga erfiðleika eins og t.d. sumar glærur skemmdust og ég talaði vitlaust inn á og týndi sumu raddupptökum. En ég komst yfir erfiðleikana og restin gekk eins og í sögu.

D) Það gekk reyndar mjög vel að setja glærurnar um Hallgrím inn á www.slideshare.net. Þar getur þú séð glærurnar;D

Bless í bili;*

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband